112306346040651038

Saga gærkvöldsins er ekki birtingarhæf á þessum síðum, en hún gæti heitið „Raðir afar óheppilegra atvika“. Hún gæti líka heitið „Ys og þys og hálfvitaskapur út af engu“, „Margt gerist í asanum“ eða „Kaldhæðni örlaganna“. Raunar ætti hún að heita öllum þessum titlum. Nú vill kannski einhver heyra söguna en ég geri sjálfum mér ekki þann óleik að birta hana hér og lesa hana aftur í DV eða Blaðinu. Ég birti hana kannski þegar hún er orðin gömul og fyndin, en ekki ný og hræðileg.

Fréttirnar síðastliðna daga hafa ekki aukið á gleði mína fremur en venjulega. Ungur maður var myrtur með öxi af fjórum piltum í Liverpool, vegna þess eins að kærastan hans var hvít en hann ekki.
Kynþáttatengdir glæpir hafa aukist um allt að 600% í kjölfar hryðjuverkann í London, ef marka má Morgunblaðið.
Kona í Þýskalandi myrti öll börnin sín níu skömmu eftir að þau fæddust á árunum 1988 til 2004 og gróf líkin í garðinum sínum.
Bush vill láta kenna börnum að þróun lífvera hafi orðið fyrir tilstuðlan guðs.

Þetta síðasta er raunar bannað samkvæmt stjórnarskrá Bandaríkjanna. En síðan hvenær hafa menn látið stjórnarskrár stöðva sig.

Jæa. Þetta var ansi ómarkvisst og klént hjá mér. Reyni að skrifa eitthvað sniðugt áður en ég flýg af landi brott.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *