Þannig fór um bílferð þá

Það er athyglisvert að mistök sem ég gerði og ollu mér hugarangri í rúmar tvær vikur voru í morgun varanlega þurrkuð út af enn stærri og klaufalegri mistökum einhvers leigubílstjóra. Það skal aldrei sagt að ég sé feginn þessu, en litlum hluta af mér finnst þó viss léttir í því.

Að öðru leyti er ég þó sneyptur, þar sem ég hafði ekki hugsað mér að keyra bíl móður minnar fyrr en ég væri búinn að greiða henni skemmdirnar, hvernig svo sem ég myndi fara að því. Nú hefur vandamálið séð um sig sjálft og mér þykir að vissu leyti vegið að heiðri mínum sem ábyrgum manni fyrir eignum annarra. En ég verð víst þá bara að leita friðþægingar annarsstaðar fyrst ég fæ ekki keypt hana með peningum.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *