Fokkíng Síminn

Internettengingin mín hefur verið martröð líkust síðan Síminn var einkavæddur. Tengingin er ekki aðeins hæg heldur neitar fartölva bróður míns okkur um nettenginguna oft og tíðum, fyrr en að liðnu kortéri, allt upp í hálftíma og jafnvel lengri tíma.

OgVodafone heyr tapaða baráttu meðan Síminn hrifsar til sín viðskipti þeirra með því að bjóða aðeins þeim sem hafa ADSL og heimasíma hjá sér upp á enskan fótbolta. Í ofanálag getur Síminn rukkað hvaða upphæð sem honum sýnist fyrir afnot af grunnnetinu, sem öll símaþjónusta stendur og fellur með.

Til hamingju með einkavæðinguna indeed!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *