Ljóta staðreynd dagsins

Þegar framkvæmdastjórn vinnustaðaðarins segir þér að þú sért traustur og reyndur starfsmaður er það ekki vegna þess að þú sért það. Þeir vilja hafa þig í vasanum því þú ert einn þeirra fáu eða sá eini sem þeir hafa. Verið því viðbúin fjölgun vinnustunda, styttingu kaffitíma og skertu fríi þegar þið verðið vör við undraverðan kumpánskap framkvæmdastjórnar.

Ekki það að ég hafi orðið var við neitt slíkt. Neinei, ekki að ræða það.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.