Skærur Össurar

Ekki veit ég hver fjandinn gengur að Össuri Skarphéðinssyni þessa dagana. En honum nægir ekki að brigsla Árna Þór fyrir að tilgreina lágmarksmarkmið VG í komandi borgarstjórnarkosningum, heldur ræðst hann gegn niðjum Svavars Gestssonar fyrir það eitt að vera niðjar hans. Það er viðbúið að sjónarmið Össurar væru önnur ef Vinstri-grænir hefðu haldið sig í sama flokki og hann. Þá væru Árni Þór, Svandís og Oddur Ástráðs fallbyssur og hershöfðingjar að mati Össurar, líkt og Stefán Jón og Steinunn Valdís, og íhaldið eitt varnarlaust gatasigti. Enda er Samtíningin sannkallað stórskotalið og allir aðrir eru ræflar.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *