Skot í myrkri

Svo virðist sem enginn geti orða bundist um skoðun sína á vinnustað mínum þessa dagana. Engir fangar teknir. Enginn getur haldið hlutleysi sínu, ekki þegar minnst er á stórverslun Satans í Holtagörðum. Þetta fer einstaklega í taugarnar á mér. Í gær birtist lesendabréf í DV um lélega þjónustu, eða öllu heldur þjónustuleysi verslunarinnar. Ætli við verðum ekki hæglega skotin á færi, sem raunverulega tökum skellinn fyrir framkvæmdastjórnina? Í það minnsta hæfðu skot pistlahöfundar eingöngu þá sem nákvæmlega ekkert höfðu um málið að segja.

Ég skilaði inn verkefni í huglægri athugun á líkamstjáningu í félagssálfræði áðan. Mér leiðast huglægar athuganir. Það er enginn tilgangur með að lesa þær (það mun enginn lesa mína) og þaðanafsíður nokkur tilgangur með að skrifa þær, nema til að fá plús í kladdann. Og mætti ekki segja að líf mitt á veturna sé þessi kladdi? Jú, og þegar kjarninn er þannig dreginn út, þá hljómar það hálf innantómt.

Það voru víst mikil slagsmál á busaballi MS í gær. En frumlegt.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *