Daily Archives: 14. september, 2005

Illkvittni mín 0

Ég var í 10-11 áðan. Þar stóð feitur smástrákur við nammirekkann og starði munúðarfullur á. Ég sagði honum að hann þyrfti varla meira við. Nei, ég sagði það ekki. En mig langaði til þess. Hann leit á mig þegar ég brosti íbygginn með löngun minni. Hann hefði haft gott af að kunna hugsanalestur.

Nútíminn 0

Ég get ekki ort fyrir framan tölvuna. Að ég tali nú ekki um margra erinda oktövu.

Listasvið 0

Hah! Listasvið komið á ról án þess að hafa verið formlega skapað. Það kalla ég góða byrjun á stríðinu gegn menningarlegu sinnuleysi. Næst: Spjallþráður þar sem kveðist er á. Með þessu áframhaldi og skipulegum áróðri verða vinsælustu valgreinar næsta árs listasaga og yndislestur, og enginn verður maður með mönnum nema hafa lesið Tómas Guðmundsson, Dante […]

Af ritstörfum 0

Verkefnalistinn minn þessa dagana innifelur eina ljóðaþýðingu, grunnvinnu að smásögu og svo auðvitað að klára bókina mína. Spurning hvursu vel það sækist þessa vikuna. Áreiðanlega klára ég ekki neitt af þessu.

Ekki töff 0

Að sofa í fjórtán og hálfan tíma og missa af kennslu fyrir vikið. Það er einfaldlega ekki töff.