Illkvittni mín

Ég var í 10-11 áðan. Þar stóð feitur smástrákur við nammirekkann og starði munúðarfullur á. Ég sagði honum að hann þyrfti varla meira við. Nei, ég sagði það ekki. En mig langaði til þess. Hann leit á mig þegar ég brosti íbygginn með löngun minni. Hann hefði haft gott af að kunna hugsanalestur.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *