Daily Archives: 16. september, 2005

Rómantík 0

Það má heyra regnið dynja á þaki verslunarinnar og steypast þaðan fram af aftur. Lítið er af fólki og búið er að slökkva á útvarpinu. Ég er í léttu skapi og ekki fjarri því að stórverslunarstemmningin geti verið rómantísk undir vissum kringumstæðum. Það er þó sjaldgæft, svo um að gera er að njóta sérhvers andartaks.

IKEA-geðsýkin 0

Loks skrifar einhver af viti um ástæðu IKEA-geðsýkinnar. Verslunin pantar tvöhundruð bókaskápa og þeir eru farnir eftir viku. Þetta er ekki eðlilegt. Talandi um geðsýki, þá þarf ég að drífa mig í vinnuna. Fæ væntanlega hitt sjónarmiðið, þ.e.a.s. að það sé mér að kenna að fólk fær ekki bókaskápana sína.

Spekingar spjalla 0

Það er gott að vita til þess að helsti sérfræðingur Íslands um málefni samkynhneigðra hafi fundið sér tíma til að skrifa bakþanka í Fréttablaðið. Það er alveg rétt hjá honum að samkynhneigðir karlmenn séu ríkir og voldugir nútildags, eyði miklum peningum (?) og hafi enga ástæðu til að væla yfir neinu. Fyrir utan það auðvitað […]