Rómantík

Það má heyra regnið dynja á þaki verslunarinnar og steypast þaðan fram af aftur. Lítið er af fólki og búið er að slökkva á útvarpinu. Ég er í léttu skapi og ekki fjarri því að stórverslunarstemmningin geti verið rómantísk undir vissum kringumstæðum. Það er þó sjaldgæft, svo um að gera er að njóta sérhvers andartaks.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *