Áhyggjudúkkur

Lauk við Áhyggjudúkkur áðan. Það er ekki góð bók. Titillinn er töff en ekki lýsandi fyrir úrkynjaðan heim bókarinnar. Sagan er slitrótt og tilgangslaus, samræður oftast nær merkingarlaus kjaftavaðall sem á að hljóma gáfulega og persónusköpun engin, fyrir utan það að sumir eru perrar en aðrir ekki. Nokkuð var um þversagnir í bókinni, eins og hár krabbameinssjúklingsins Maríu, sem hún ýmist hafði eða ekki. Höfundur kórónar svo tilgangsleysið með því að beita töfraraunsæi og skapa með því einhvern Birdsfílíng í enda bókarinnar.

Niðurstaða mín er sú að greinilega skrifa sumir bækur bara til að skrifa bækur. Og sá sem sagði að „þessi kraftmikla, bráðfyndna og djarfa saga Steinars Braga [blési] sannarlega ferskum vindum inn í íslenskar bókmenntir“ er maður sem ég þyrfti að hafa til vitnisburðar um hvað ekki eigi að lesa – með því að glugga í bókaskápinn hans.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *