Sá sem er fyrstur, hann vinnur

Ég minntist á Sódómu í síðustu færslu, velti því svo fyrir mér hvers vegna ég minntist ekkert á Gómorru. Hið fyrra verður alltaf frægara, eða í það minnsta tíðræddara: Sódóma og Gómorra, Hiroshima og Nagasaki, Bush og Blair, Simon og Garfunkel. Ætli Kaaber hafi fallið í skuggann af Ó. Jónssyni, eða var alltaf minnst á þá í sömu andrá? Hvað þá um Kormák og Skjöld? Siskel og Ebert virðast þeir einu sem tekist hefur að snúa þessu við, en eftir að Siskel hrökk upp af má segja að Ebert hafi setið að feitari bitanum. En maður má teljast nokkuð misheppnaður, takist honum ekki að standa betur að sínu lífi en lík.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *