Daily Archives: 21. september, 2005

Hinn hryllilegi sannleikur 0

Lengi hafði mig grunað að maðkur væri í mysunni hjá Blóðbankanum. Því fletti ég Sveini Guðmundssyni, yfirlækni Blóðbankans, upp í Íslendingabók. Þar kemur sannleikurinn í ljós: Hann lést 1817! Þá fletti ég upp stjórnarmeðlimum Blóðbankans. Friðrik Pálsson, formaður bankastjórnar, lést 1832. Haraldur Briem sóttvarnarlæknir lést 1919, en Halldór Jónsson lést 1682. Varið ykkur á Blóðbankanum, […]

Ég hata Hagkaup 0

Ég hef ákveðið að versla ekki í Haugkaupum eftir að ég sá auglýsinguna þeirra um Ameríska daga. Aukinheldur er ég að hugsa um að kæra markaðsstjóra Haugkaupa fyrir að valda mér ómældri óánægju og skaða siðferðisþrek mitt. Siðferðisþrek mitt skaðaðist að því leytinu til að ég er skrefi nær því en áður að fremja morð.

Klukk 0

Var klukkaður af Alla. Það þýðir víst að ég þarf að blogga fimm staðreyndir um sjálfan mig. 1. Þegar ég var lítill barði ég þá sem gerðu á hlut minn. Í áttunda bekk fann ég að ég hafði ekki lengur yfirburði og hætti allri ofbeldishegðun. Guð má vita hvernig ég hefði orðið annars. 2. Margir […]

Horst Tappe 0

Hér mun vera rót hinnar stórlega ýktu sögu af þriðja andláti Horst Tapperts. Ég verð að játa að þetta hlægir mig nokkuð. Mig rámar í svipað atvik fyrr á þessu ári. Og sjálfsagt ypptu margir öxlum þegar Van Gogh var myrtur, öllum að óvörum. En nú hefur Tappert dáið og risið úr gröf sinni þrisvar […]

Kristilegir hvað? 0

Hvernig væri að fólk hætti að blanda trúarbrögðum inn í pólitík? Ég skil ekki hvernig fólki lætur sér detta í hug að kjósa kristilega hitt og þetta flokka (yfirleitt kristilegir íhaldsmenn eða kristilegir demókratar). Ef ég miða við að frumkristni sé hin eina kristni (sem ég geri) þá er ekkert sameiginlegt með þessum flokkum og […]

En góður Derrick, deyr aldregi, hveim er sér góðan dýrkar 0

Tóm er gröfin og opin, hví er ekki meistarinn hér? Því hann lifir, þótt saddur lífdaga sé. Þakka Sverri fyrir öppdeitið.