Kristilegir hvað?

Hvernig væri að fólk hætti að blanda trúarbrögðum inn í pólitík? Ég skil ekki hvernig fólki lætur sér detta í hug að kjósa kristilega hitt og þetta flokka (yfirleitt kristilegir íhaldsmenn eða kristilegir demókratar). Ef ég miða við að frumkristni sé hin eina kristni (sem ég geri) þá er ekkert sameiginlegt með þessum flokkum og kristni. Það eina sem nafnið gerir er að auka grunsemdir um fanatík. Í raun ættu flokkarnir að kalla sig fanatíska íhaldsmenn eða fanatíska demókrata (það er fyndið konsept). Sjáum þá hver kysi þá.

Nú þykist ég ekki vita hvort flokksmenn þessara flokka séu raunverulegir fanatíkerar, hvort þeir vilji breyttar áherslur í nafni guðs og endurupptöku grýtinga í kristí krafti, og breyta utanríkisráðuneytinu í krossferðaskrifstofu, eða láta banna smokka og brenna samkynhneigða á báli geistlegs réttlætis. En hvern fjandann vilja þeir að maður haldi, einfeldningur eins og ég, þegar þeir vilja blanda pólitík við trúarbrögð?

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *