Ég er gamall karl

Ég sá að litli bróðir minn hefur fengið þá afbragðskennslubók Landnám Íslands, sem ég hafði í fimmta bekk. Bókin er skrifuð 1982, en kennslubækur þess tíma voru mun kröfumeiri og vandaðri, eins og sést þegar bókin er borin saman við annað það kennsluefni sem bróðir minn hefur haft.

Í Landnámi Íslands er meðal annars vitnað orðrétt (þó ekki stafrétt) í Landnámabók og Snorra-Eddu, fræðimenn spurðir álits um ýmis atriði landnámsaldar, þ.á.m. Kristján Eldjárn, sagt er frá forsendum Íslandsferða, lífinu á bæjunum, mýrarrauða til vopnagerðar, kumlum, stofnun Alþingis, helstu embættum og þuldir upp ýmsir Íslendingaþættir. Ekki amalegt fyrir kennslubók á barnaskólastigi.

Bækurnar sem hann hafði í fyrra eru hins vegar varla til að tala um. Ég hafði álíka þungar kennslubækur í öðrum bekk. Ekki veit ég hvað menntamálaráðuneytinu gengur til með slíkum endurbótum.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *