Paul McCartney er víst dáinn, samkvæmt sumum, og lookalike fenginn í staðinn. Í fyrstu fannst mér þetta fyndið, en svo sá ég þessa sjúku síðu, og fékk beint í æð hversu klikkað fólk getur verið. Þar er dagbók, lögð einhverjum í munn sem ég kann ekki að skýra hver er, en þar má meðal annars finna fremur ógeðfellda lýsingu á líki McCartneys.
Eftir nánari eftirgrennslan kom í ljós að þessi orðrómur hefur verið í gangi síðan 1969. Fólk er mjög gjarnt á að lesa allt úr öllu, finna tákn og vísbendingar, og þegar viljinn er til staðar er ekkert einfaldara en að sjá skrattann í hverju horni. Ljósmyndasamanburðurinn í fyrsta tengli er öllu áhugaverðari (og fyndnari) en hvað söguna úr öðrum tengli varðar, þá hvorki veit ég né vil vita hvaðan hún kemur.
Eftir nánari eftirgrennslan kom í ljós að þessi orðrómur hefur verið í gangi síðan 1969. Fólk er mjög gjarnt á að lesa allt úr öllu, finna tákn og vísbendingar, og þegar viljinn er til staðar er ekkert einfaldara en að sjá skrattann í hverju horni. Ljósmyndasamanburðurinn í fyrsta tengli er öllu áhugaverðari (og fyndnari) en hvað söguna úr öðrum tengli varðar, þá hvorki veit ég né vil vita hvaðan hún kemur.