Daily Archives: 11. október, 2005

Mokka 0

Ef þessi bók er eftir sama mann og teiknaði mig á Mokka um daginn (án þess að spyrja leyfis, en ég bannaði honum það samt ekki) þá er kannski mynd af mér í henni.

Ljóð dagsins … 0

… að þessu sinni eru þrjú. Kvenmaður, eftir Jón Thoroddsen yngri: Hún var formáli að ástarævisögum manna. Hún var innskotskafli. Hún var kapítulaskipti. Og nú er hún ástarævisaga mín. En það hefur gleymst að prenta orðin: Öll réttindi áskilin. Af þessu má ráða að Jón Thoroddsen er greinilegur áhrifavaldur okkar mesta samtíðarskálds, Andra Snæs Magnasonar: […]

Lofsöngurinn er ekki biflía 0

Oft hef ég orðið vitni að mönnum deila um hvort það geti staðist að einn dagur sé þúsund ár fyrir guði og öfugt. Það sem menn átta sig kannski ekki alltaf á er að túlkun Matthíasar Jochumson á guðdómnum á nákvæmlega ekkert skylt við guðdóminn. Þess vegna eru allar rökræður um þetta í senn fíflalegar […]

Fyrirlitlegar skepnur 0

Ég leyfi mér í hroka mínum að fullyrða að ég myndi fremur deyja hinum ömurlegasta dauðdaga en láta sjást til mín róta í sorptunnum bæjarins. Hins vegar veit ég að margir kjósa hið gagnstæða. Þess vegna gengur það svo gjörsamlega fram af mér að sjá augljóslega vel setta menn með krumlurnar ofan í tunnum í […]