Vinnublogg

Ég hef það á tilfinningunni að vinstri fóturinn á mér sé tímasprengja, einn daginn muni hann gefa sig (þá vonandi ekki á gilbarmi!). Ef svo verður þarf ég að ganga við staf, eins og Stefán frá Hvítadal. Það er töff. Því miður er ekki sérlega töff að vera eins og farlama gamalmenni með ónýtan fót. Þannig að ég er ekki beinlínis að vona að það komi til þess. En ég hugga mig við að ef svo kynni að fara þá er töff að ganga við staf. Ekkert er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. En að sjálfsögðu eru þetta bara grillur í mér. Ég geri mér alt af verstu mögulegu stöðuna í hugarlund.
Alt er með kyrrum kjörum í versluninni. Það er enda ekki hægt að búast við því að fólk nenni mikið að fara út úr húsi eins og veðrinu er ástatt, eða er ekki ennþá stormur úti? Kunningi minn sagðist ómögulega getað hugsað sér að vinna á gluggalausum stað, þegar ég hitti hann í vinnunni. Ég skil hann mjög vel.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *