Anastasía hin yndislega sem börnin elska

Það er ekki langt síðan ég skrúfaði frá sjónvarpinu, svo ég orði það eins og amma mín, og sá þar teiknimynd með lítlum skrýtnum karli sitjandi bakvið skrifborð og mynd af hamri og sigð bakvið hann. Nei, er þetta ekki Lenín, hugsaði ég og settist niður viðbúinn konunglegri skemmtun. Það leið ekki á löngu áður en ég uppgötvaði að þetta var draslmyndin um Anastasíu Rómanov. Og svona myndir eru framleiddar til skemmtunar barna og uppfræðslu; mynd sem útmálar kommana sem verstu skálka og hefur keisarafjölskylduandskotana til vegs og virðingar, eins og það nái nokkurri átt, án þess þó að ég réttlæti sovétkommann (slái maður ekki varnagla á umræður um kommúnisma er maður útmálaður sem Moskvuagent og kommadjöfull, enda ef Egill Helgason og Ungir frjálshyggjumenn yrðu spurðir álits kæmi í ljós að vinstrimenn eru ekki aðeins kommúnistar upp til hópa heldur nasistar í ofanálag, eins og það nái nokkurri átt). Nei, það vil ég heldur að börn horfi á Animal Farm. Hún fegrar hvorki keisarann né hina sem á eftir komu. Þessi Anastasía hefur verið réttborinn antíkristur miðað við hennar skítslekti.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *