Hversdagsblogg

Þá sem ég afgreiddi í versluninni í dag má telja á fingrum annarrar handar. Það gefur tilefni til þakklætis gagnvart veðuröflunum. Vona mín vegna að stormurinn haldist yfir helgi. Svo er líka svo notalegt að standa í hlýjunni heima hjá sér og horfa út í bylinn, jafnvel með tebolla um hönd.

Í lok vinnudagsins keypti ég mér þrjá skrifstofulega muni: Blaðabakka með inn/út merkingum, pennastatíf og minnismiða. Þetta prýðir nú skrifborðið mitt, ásamt því sem fyrir var. Tveimur bókaskápum síðar verður vistarvera mín alveg eins og ég vil hafa hana.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *