Annan eins apakött vil ég ekki sjá í borginni! Menn sem gera málefni borgarinnar vísvitandi að sirkus með hálfvitalegum stefnumálum og einhverjum þeim fíflalegustu félagasamtökum sem um getur, enda þótt í þeim sé aðeins einn félagi, eiga ekkert erindi inn í borgarstjórn. Komist þessi maður í borgarstjórn þá hætti ég í pólitík, flyt til Fjarskanistans og sel lúsug teppi undir nafninu Mangatsjittsú Hoppsíkúrdan, enda sýndi það svo um gæti að það væri ekki viti borinn einstaklingur eftir í þessu þjóðfélagi, og þá væri sýnu vitrænna að selja ónýt teppi í Fjarskanistan undir heimskulegu nafni en að dveljast hér á þessu geðveikrahæli.