Hið nýja gjöreyðingarvopn

Morgunblaðið greinir frá þeim hörmulegu tíðindum að „skýstrokkur“ hafi banað að minnsta kosti 22 manns. Svona er það þegar aðrir en fagmenn höndla önnur eins morðtól og strokkar geta verið í röngum höndum. Já, og þetta er aðeins byrjunin, því mér segir svo hugur um, að helstu hryðjuverk komandi ára og jafnvel áratuga, verði framin með notkun hins nýja skýstrokks, sem mun vera hræðilegt gjöreyðingarvopn af kalíber tíu, en „kalíber“ er ný mælieining til að mæla gjöreyðingarmátt vopna og nær upp í tíu. Nafngiftin er fengin af enska orðinu caliber, sem er notað um hlaupvídd skotvopna, og þykir sérdeilis viðeigandi titill á slíka mælieiningu.

Af öðrum fréttum ber helst að nefna að skýstrókur, er reið yfir Indianafylki í Bandaríkjunum, hefur banað að minnsta kosti 22 manns.

4 thoughts on “Hið nýja gjöreyðingarvopn”

  1. Hah! Flissaði upphátt einsamall á Quisnos þegar ég las þessa frétt áðan… Tók svo eftir því að forvitin kona gægðist yfir öxlina á mér og gretti sig svo yfir mínum sótsvarta húmor að geta skemmt mér yfir slíkum hörmungum.

Lokað er á athugasemdir.