Þeir sem ekki slá varnagla eru kommúnistar

„Annað dæmi er safnvörðurinn Stefán Pálsson sem sagðist í Sunnudagsþættinum að hægrimenn ætti nánast að bannfæra vegna stuðnings við Bandaríkin og að uppi sé stjórnmálasamband við það land. Ástæðan er sögð vera meintar pyntingar CIA á föngum. Pyntingar eru auðvitað slæmar slæmar. En bíðum við.

Getur það hugsast að vinstrimenn og þá sérstaklega kommúnískir vinstrimenn hafi stutt Sovétríkin af miklum mætti og ferðast þangað, lofsungið stjórnunarhætti og líf fólks þar í landi og svo framvegis í áraraðir uns járntjaldið hrundi? Getur einnig verið að þar hafi um 54.000.000 mannslífa glatast í pólitískum útrýmingarbúðum?“
Friðbjörn Orri Ketilsson

Það er alltaf gott að beina athyglinni frá glæpum nútíðarinnar með vísunum í þáið. Stefán Pálsson gagnrýnir Bandaríkin, svo hann hlýtur að vera kommúnisti, fyrst hann líka gleymir að gagnrýna Sovétríkin í leiðinni. Þeir sem gagnrýna ekki Sovétríkin í umræðu um Bandaríkin eru kommúnistar. Þeir sem gagnrýna ekki Sovétríkin í hvert skipti sem þeir birtast í sjónvarpinu, eða yfirleitt opna á sér munninn, þeir eru kommúnistar. Þess vegna eru Friðbjörn Orri og Egill Helgason einu Íslendingarnir sem ekki eru kommúnistar.
En gæti hugsast að Stefán Pálsson sé ekki kommúnisti? Gæti hugsast að hann beri ekki ábyrgð á glæpum Sovétmanna? Gæti jafnvel hugsast að Sovétríkin komi málinu ekkert við? Ha, hvað segirðu, er ég kommúnisti fyrir að spyrja svona?

13 thoughts on “Þeir sem ekki slá varnagla eru kommúnistar”

  1. Munurinn á þessu tveimur er náttúrulega aðallega sá að allir vita um pyntingar bandaríkjastjórnar nú til dags, stjórnin er m.a.s. á móti lögum sem eiga að banna pyntingar.
    Sovétríkin voru það einangruð að engir nema æðstu ráðamenn vissu hvað var að gerast, svipað og með útrýmingarbúðir nasista í ríki Hitlers.
    Enda fengu ferðamenn ekki túrinn um fangabúðir síberíu.
    Ekki má heldur gleyma hinni gullnu reglu að þó að einhver annar hafi gert eitthvað hræðilegt, þýðir það ekki að þú megir gera það sama, jafnvel ekki þó það sé bara oggu-pínu slæmt og blikni í samanburðinum.
    Ef ekki væri fyrir þá reglu hefði Stalín getað reynt að afsaka sín ódæði með því að keisarafjölskyldan hafði gert það sama í aldir á undan honum.

  2. Það væri í raun alveg rétt á að benda á það, en það myndi að sjálfsögðu ekki gera Stalín að neinum engli. Það er hins vegar áhugavert hversu sjaldan er litið á ástndið í Rússlandi fyrir byltinguna. Skemmtilegt hvernig Friðbjörn nýr nútímamanninum um glæpi fortíðar, það væri eins og ef ég færi að kenna ungum þjóðverja um að þýska þjóðin hafi stutt Hitler til valda.

  3. Það væri vissulega alveg rétt að benda á hvernig ástandið var í Rússlandi fyrir byltinguna, þó að það gerði auðvitað Stalín ekki að neinum engli. Aðallega í ljósi þess hvað Rússland þess ríma er sjaldan rætt. Skemmtilegt hvernig Friðbjörn og Egill núa nútímamanninum um glæpi fortíðar og búa til strámenn. Það væri eins og ef ég ætlað i að kenna ungum þjóðverja um að þýska þjóðin hafi stutt Hitler til valda og greitt götuna fyrir útrýmingarbúðir, vegna þess að hann er . Eins gæti ég kallað hann nasista út af því að hann væri ósáttur við stjórnarfar í Ísrael, þá hlýtur hann að hata alla gyðinga. Og út af því að hann er austurríkismaður og fílar Wagner þá hlýtur hann að vera uppfullur af ofurmennishugmyndum og kynþáttahatri.

  4. Ef ég man rétt var Stéfán Pálsson í Íslandi í dag fyrir 1-2 árum síðan þar sem hann persónulega básúnaði að hann væri eini raunverulegi kommúnistinn sem eftir væri á landinu.

Lokað er á athugasemdir.