Идите к черту!

Hafið þið einhvern tíma staðið sjálf ykkur að því að þýða texta, hálfvitalega texta, jafnvel úr rússnesku, þar sem fyrir koma hálfvitalegar samræður á borð við: Hvar er vegabréfsáritun yðar? Í vegabréfinu mínu. Aha, þarna er vegabréfsáritun yðar! En frábært! og hafandi dröslast gegnum framandi stafróf í óþjálli, slitinni orðabók með míkróskópletri, jafnvel útgefnu af Romanov-forlaginu, að öðru hverju andskotans orði. Og komist svo að því, þegar þið hafið lokið við þýðinguna – nótate bene á fíflalegustu samræðum allra tíma – að öll orðin eru gefin á blaðsíðunni við hliðina, og að déskotans orðabókin var fullkomlega óþörf. Ja, helvíti væri þá gott að kunna að formæla almættinu á rússnesku! Á svona stundum duga nefnilega engar venjulegar formælingar.

4 thoughts on “Идите к черту!”

  1. Ég hef staðið mig að því að eiga nokkurn veginn þetta sama samtal við rússneskan landamæravörð. Líf og fjör.

Lokað er á athugasemdir.