Sjúkdómsgreining dagsins

Gúllinn á kinninni, hálsinum, whatever – það er ekki tannrótarbólga. Það er eitlasýking upprunnin í eyrnagöngum orsökuð af því að ég nota eyrnapinna. Það var þó furðulegt. Svo má ég aldrei nota eyrnapinna aftur. Ekki sýti ég það. Það eru skárri örlög en hefði ég greinst með krabbamein. Í raun má maður þakka fyrir hvert skipti sem maður fer til læknis með kýli og kemur til baka með fúkkalyf.

En já, boðskapur dagsins: Ekki nota eyrnapinna! Þeir eru tól djöfulsins. Djöfulsins!

4 thoughts on "Sjúkdómsgreining dagsins"

 1. Avatar Binni Hinn skrifar:

  Ég nota aldrei eyrnapinna, og eyrun á mér eru alltaf hrein. Notkun eyrnapinna leiðir nefnilega til þess að líkaminn hættir að hreinsa eyrun sjálfkrafa.
  Þetta ættu allir nú að vita.

 2. Avatar Silja skrifar:

  Jahá 0_o Allt er nú til!!

 3. Avatar Arngrímur skrifar:

  Já, en að vita að þeir geti valdið sýkingum, það er ekki sjálfgefin vitneskja.

 4. Avatar Arngrímur skrifar:

  Það sem þú bendir á á raunar við fleiri hluti, eins og t.d. sjampó. Sjampónotkun veldur offramleiðslu á fitu í hársverði.

Lokað er á athugasemdir.