Eftirmiðnættiseip

Jólakettir eru meiri ansvítans kvikindin. Þá er ég meira fyrir páskaketti, því það fer svo lítið fyrir þeim. Hafið þið aldrei heyrt um páskaketti? Hélt ekki, þar sést best hversu lítið fer fyrir þeim.

Ég keypti mér jólaglögg fyrr í kvöld, sauð það og drakk um hálfeittleytið. Held það sé ekki í lagi með mig. Hví er ég svo hömlulaus í fýsn minni í jólaglögg? Hví?

Póst skribbtúmm: Mæli ekki með lestri á sálfræðitengdu efni eftir miðnætti. Það fokkar upp allri heilastarfsemi. Djöfull er hvers konar póstskribbtúmm annars tilgerðarlegt og asnalegt. Einasta raunverulega póstskribbtúmmið er þegar maður er hættur að skrifa, plús það er engin þörf á að setja einhverja formála á málalengingar. Til þess fann snillingurinn upp greinaskil.

Póst póst skribbtúm: Ek er eigi hálfnaðr með sálfræðitengt efni þat, er ek þarf at lesa. Fyrir því er best ég bæti engu hér aftan- eða framanvið að svo stöddu, fyrst ég er farinn að láta eins og hálfviti á sjálfu internetinu, þeirri mestri völundarsmíð ragnanna.

5 thoughts on “Eftirmiðnættiseip”

  1. Er Legolas páskaköttur?
    Annars hef ég aldrei smakkað jólaglögg, trúirðu þessu? Verð að bæta úr því fyrir næstu jól. Það verður víst ekki mikið áfengi drukkið þessi jólin 🙂

  2. Mig er farið að þyrsta í jólaglögg sjálfan. Held að ég hafi í raun smakkað hana í fyrsta sinn um daginn, í partýi hjá Gísla, kórbróður mínum. Hún var mjög góð. Ég þarf að kenna sjálfum mér að malla þetta.

  3. Mitt var óáfengt, en það er ekki eins gott. Vantaði líka kanilkeiminn, sem er glæpsamlegt. Já, þú verður að smakka þessa guðaveig.
    Legolas er jólaköttur um jólin og páskaköttur um páskana.

  4. Ég þyrfti líka að kunna það betur. Skilst það sé ein kanilstöng út í líterinn og svo spilla víst rúsínur ekki heldur ef maður er á þeim skónum.

Lokað er á athugasemdir.