Fyrirbyggið öll hjartans áföll!

Nei, heyrðu mig nú! Hvað er óhollt til í þessum heimi sem ekki fyrirbyggir hjartaáfall sé þess neytt í hófi? Eru einhver takmörk fyrir því hvað vísindamenn geta sóað tíma sínum í leit að tilgangslausum eiginleikum neysluvarnings? Allt veldur krabbameini í óhófi, allt fyrirbyggir hjartaáfall í hófi. Köllum það hérmeð frumeiginleika allra hluta og hættum þessu. Ef éturðu heilt baðkar af M&M og slekkur þorstann með öðru baðkari af maltöli færðu krabbamein, ekki garanterað hvað gerist ef étirðu heilt baðkar af sígarettum. Afsakið meðan ég treð í pípuna, ét súkkulaði rúnkandi mér og fæ mér kaffi og rauðvín með því. Ég er að fyrirbyggja öll möguleg komandi hjartaáföll. Verð þó að passa mig að oftryggja mig ekki svo ég endi ekki offeitur krabbameinssjúklingur í óslökkvandi áfengis- og koffínfráhvörfum með súkkulaðifetish. Örmjói þráðurinn, skiljiði?

One thought on “Fyrirbyggið öll hjartans áföll!”

Lokað er á athugasemdir.