Síðan í skralli

Síðan er öll í drasli eftir umskiptin og ég verð að játa mig sigraðan. Kerfið er svo einfalt að mér er fyrirmunað að læra á það. Ég get til dæmis ekki eytt þessum bjánalegu tenglum á þetta útlenda lið sem ég þekki ekkert, né heldur bætt inn mínum eigin, né neitt. Jahérna, en þetta hlýtur að koma.

Uppfært:

Mér gengur brösuglega að koma mér upp nýju útliti. Veit einhver hvort ég hafi yfirhöfuð heimild til að uploada nýju útlitsþema á heimasvæðið mitt? Það eru tvö sem ég er að gæla við, þetta og þetta.

Annað, er ekki hægt að velja allar þær færslur sem ég vil breyta á sama tíma, eins og í MT? Þarf ég m.ö.o. að manúalt breyta hverri færslu svo hún sýni rétt ártal, rétta klukku o.s.v.?

4 thoughts on “Síðan í skralli”

  1. Þú ferð og bætir við hlekkjaflokk í link categories. Veit ekki hvernig maður eyðir út þessu bloggroll dóti.

  2. Mér tókst að redda tenglunum. Ég breytti blogroll þannig að aðeins nýjasti tengillinn sæist og breytti nafninu í tenglar. Svo gat ég einfaldlega valið um hvaða tengla ég vildi sína, utan nú gæti ég ekki birt útlendu tenglana þótt ég óður vildi.

Lokað er á athugasemdir.