Pieksämäki

Þá er það Finnland í fyrramálið. Klukkan fimm mæti ég á BSÍ og tek rútu þaðan til Keflavíkur, hvaðan verður flogið til Stokkhólms, hvaðan aftur verður flogið til Helsinki. Þaðan tökum við rútu til Pieksämäki. Mér skilst að seinasti áfanginn muni koma til með að taka átta tíma. Á leiðinni baka er önnur eins rútuferð til Helsinki, þaðan flogið til Kaupinhafn og þaðan heim. Þetta er mikið ferðalag.
Ég er byrjaður að pakka, búinn að fylla tvær minni ferðatöskur. Opnaði svo bakpokann minn og bjóst undir að hrúga þangað hinum ýmsustu smáhlutum fyrir flugvélina. Þá gaus upp Marokkóþefurinn, hve ég hafði saknað hans. Bækurnar mínar skulu þó ekki lykta eins og því hefst nú leitin mikla að öðrum bakpoka.
Í Finnlandi getur hitastig farið undir 20° celsíus og því er best að búa sig vel. Til samanburðar lenti pólfarinn okkar mest í um fimmtán gráða frosti. Já, þessi póll er nú ekkert við hliðina á finnsku túndrunum, oseisei.
Ég kem aftur þann tíunda þessa mánaðar. Ykkur sem komið til með að sakna mín er velkomið að segja mér hversu mikið í nýlöguðu athugasemdakerfinu.

6 thoughts on “Pieksämäki”

Lokað er á athugasemdir.