Bloggað frá Partaharju

Finnland er ekki að ástæðulausu nefnt land hinna þúsund vatna. Hins vegar segir það lítið um fjölda trjáa hér. Finnland er einn skógur, svo hér er alltaf logn, snjórinn liggur þungur yfir öllu og skammdegið er síst skemmra en á Íslandi, raunar sér aldrei til sunnu. Stundum finnst mér ég heyra í spangóli úlfa. það væri gaman að mæta svoleiðis á síðdegisgöngunni, fyrst birnirnir nenna ekki að halda sér vakandi.

Meira um Finnland þegar ég sný þaðan aftur.

3 thoughts on “Bloggað frá Partaharju”

  1. Skammdegið getur átt sinn þátt í að skýra það þunglyndi sem hrjáir marga Finna og háa sjálfsvígstíðni þar í landi. Ég verð að koma einhvern tíma til Finnlands, þegar ég fæ tækifæri til Finnlands
    Góðir náttúruverndartónleikar í gær í Höllinni. 5000 manns og sjaldan hef ég séð annað eins lineup. Á fundin um verndun Þjórsárvera, sem haldinn var í Norrænahúsinu var fullt fram úr dyrum. Salurinn tók 100 manns, en þarna hafa verið 200 manns eða fleiri.
    Björk, Ego Ham, Rass, Sigur Rós, KK, Mugison, Damon Albarn, Ghostigital, Múm,Damien Rice og man svo ekki fleira.
    Ég er byrjaður á Íslenskum aðli. Mjög skemmtileg bók, svo langt sem ég er kominn.
    Pirrandi að maður skrifar e-n vegin út fyrir kommentaramman, svo maður sér ekkert ef maður gerir villur, nema að þurrka út það sem maður skrifaði á undan.

Lokað er á athugasemdir.