Hjálpið mér að breyta Kópavogi!

„Ég er feitur og asnalegur kerfiskarl sem hefur engin skýr markmið nema hlæja stórkarlalega á bæjarráðsfundum, sparka í fátæklinga, reykja vindla, éta kavíar og rúnka mér á súludansstöðum. Kjóstu mig í 30. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi!“

-Xur Xursson, kerfisfræðingur.

Vonda skapið

Í gærkvöldi var ég í vondu skapi án þess að við nokkurn væri að sakast. Það er besta sort af pirringi því þá þarf maður ekki að velta sér neitt upp úr því, maður getur verið í vondu skapi í friði fyrir sjálfum sér án þess að ausa olíu yfir eldinn.

Vaknað eftir hádegi

Að öllu eðlilegu hefði ég verið búinn að sofa út klukkan hálfátta í morgun, ákvað samt að sofa út heldur en mæta í skólann og vaknaði nú klukkan hálftvö. Kannski þurfti ég á því að halda.

Mikael Torfason og Jónas Kristjánsson hafa sagt af sér. Auðvitað áttu þeir að gera það. Hitt er svo annað mál, að óvíst er hvort nokkur breyting verður á ritstjórnarstefnu blaðsins. Mér finnst það hæpið. Blaðamenn DV virðast sjaldnast átta sig á því að oft er gott að þegja þótt maður þori.

Svo fer ég í vinnuna á eftir. Það fer nú að líða að því að ég hætti þessari sjálfspíningu.