Vaknað eftir hádegi

Að öllu eðlilegu hefði ég verið búinn að sofa út klukkan hálfátta í morgun, ákvað samt að sofa út heldur en mæta í skólann og vaknaði nú klukkan hálftvö. Kannski þurfti ég á því að halda.

Mikael Torfason og Jónas Kristjánsson hafa sagt af sér. Auðvitað áttu þeir að gera það. Hitt er svo annað mál, að óvíst er hvort nokkur breyting verður á ritstjórnarstefnu blaðsins. Mér finnst það hæpið. Blaðamenn DV virðast sjaldnast átta sig á því að oft er gott að þegja þótt maður þori.

Svo fer ég í vinnuna á eftir. Það fer nú að líða að því að ég hætti þessari sjálfspíningu.