Samsæri

Ég fer ekki ofan af því að Akranesið er nú vestar, séð frá eldhúsglugganum mínum. Sem rennir stoðum undir grun minn frá í desember, þegar ekkert sást til þess, ekki einu sinni ljóstýra: Það var ekki þarna. Þeir voru að færa það, helvítin á þeim.

4 thoughts on “Samsæri”

  1. Aðalskipulag þeirra frá 1947 gerði ráð fyrir færslu bæjarins til vesturs.
    Með þessu var ætlunin sú að bæjarbúar verði ekki af miðnætursólinni á sumrin, en Akrafjallið hafði þá staðið í vegi fyrir útsýninu í árhundruð.

Lokað er á athugasemdir.