Óreiða

Dagarnir líða fljótt núorðið. Fullfljótt. Ég lendi í þeirri aðstöðu sérhvern dag að það vantar nokkrar klukkustundir í sólarhringinn svo ég fái lokið verkum mínum. Vegna þess ég er seinn til verka. Ég þarf greinilega að endurskipuleggja daginn og minnka eftirlátssemina við sjálfan mig. Hefði ég einkatölvu myndi ég einfaldlega refsa sjálfum mér og skrifa alla nóttina. Því miður hef ég ekki þann munað að geta refsað sjálfum mér þannig nema pynta móður mína í leiðinni, þar sem tölvan er í hennar herbergi.

2 thoughts on "Óreiða"

  1. Björn skrifar:

    Töff template.

  2. Þetta er allt að koma.

Lokað er á athugasemdir.