Fjölgreindakenningin

Ég mun víst neyðast til að lesa um fjölgreindakenningu Howards Gardners á þessari önn. Leyfist mér þá að vitna til hans sjálfs:

Ultimately, it would certainly be desirable to have an algorithm for the selection of an intelligence, such that any trained researcher could determine whether a candidate’s intelligence met the appropriate criteria. At present, however, it must be admitted that the selection (or rejection) of a candidate’s intelligence is reminiscent more of an artistic judgement than of a scientific assessment.

(Gardner, Frames of Mind: The Theory of Multiple Intelligences, 1985)

Kenningin hans um greindir er sumsé svo glæsileg og merkileg að hún er hafin yfir skilgreiningu á greind. Hann getur ekki skilgreint greind á fullnægjandi hátt svo hún falli að kenningunni, svo hann sleppir því. Ennfremur segir hann að kenning sín sé hafin yfir empírískar rannsóknarhefðir. Svo gagnrýnir hann þá sem segja hann aðeins hafa valið nýtt orð yfir hæfileika, en sé í raun ekki að benda á neitt nýtt. Í raun er þetta samt nákvæmlega það sem hann gerir:

Once someone adopts Gardner’s position, the entire idea of studying intelligence is meaningless. Any ability is intelligence, thereby reducing the meaning of the word „intelligence“ to „interest“. In accord with this prediction, Gardner has repeatedly changed his theory; students who show an interest in nature are now deemed to have „Natural intelligence“, and students interested in spirituality or religion are now deemed to have „Spiritual intelligence“.

(Wikipedia, Theory of multiple intelligences)

Fyrir utan svo auðvitað hinstu rökin. Einhverju hlutverki hlýtur kenning Gardners að eiga að gegna öðru en því einu að vera kenning. Og það er þetta: Hann vill að gripið verði í taumana strax á frumstigum skólakerfisins, þ.e. að einstaklingsbundnar greindir skólabarna verði viðurkenndar strax í upphafi, og þeim verði eingöngu kennd fög í samræmi við það. Eingöngu. Fyrir utan það, að hann telur ekki hægt að sýna fram á sömu greindir og hann neitar að skilgreina á fullnægjandi hátt, með empírískum hætti, þá vill hann láta ákvarða framtíð allra strax í barnaskólanum. Fengju hugmyndir Gardners að ráða hefði ég e.t.v. verið sendur í myndlistarnám, vegna þess að fullkomlega dómbærum kennurum mínum – með sitt þriggja ára nám í uppeldis- og kennslufræði – fannst ég góður teiknari.

Já, þetta er ansi góð hugmynd hjá þér, Gardner. Fyrir mitt leyti vil ég að mín börn fái sjálf að velja sér framtíð. Og ég fæ ekki með nokkru móti skilið hvers vegna margir hafa gleypt þessa kenningu hráa.

10 thoughts on "Fjölgreindakenningin"

 1. Ég tek það fram að ég hef hvergi séð orð Gardners sjálfs fyrir því að hann ætli kenningu sinni það hlutverk að gjörbylta skólakerfinu. Ég hef aðeins orð annarra fyrir því að það sé vilji hans að svo verði.
  Einnig veit ég að það ekkert sérstaklega prófessjónal af mér að vitna til Wikipedia. Ég gerði það aðallega af þremur ástæðum, í fyrsta lagi vegna þess að mér fannst þetta vel orðað, í öðru svo það væri ljóst að þetta er ekki aðeins mitt sjónarmið, heldur álit margra fræðimanna innan félagsvísindaheimsins, í þriðja lagi vegna þess að ég einfaldlega nenni ekki að leita eftir öllu netinu að nákvæmum tilvitnunum í þekkta fræðimenn. Þessari færslu var enda ekki ætlað það hlutverk að vera fræðileg úttekt á kenningu Gardners, heldur einfaldur rökstuðningur á því hvers vegna mér er uppsigað við Gardner og þ.a.l. hvers vegna ég er mótfallinn því að hann sé kenndur í íslenskum skólum.

 2. Orðabókarútskýring á empírík, fyrir þá sem ekki skilja:
  em·pir·i·cal
  adj.
  1.
  a. Relying on or derived from observation or experiment: empirical results that supported the hypothesis.
  b. Verifiable or provable by means of observation or experiment: empirical laws.

 3. Ásgeir skrifar:

  Ég nenni ekkert að vera að hrekja einhverjar kenningar hérna. En mér finnst hugmyndin um „HINA EINU MIKLU MÆLANLEGU GREIND“ vera fáránleg.
  Þetta minnir mig á fólk að rífast um hvort hundar eða kettir séu gáfaðari. Hundar eru bara hundar og kettir eru bara kettir! Eitt er þó víst: hundur væri afar heimskur köttur og köttur væri mjög heimskur hundur.

 4. Það er enginn að tala um einhverja eina mikla mælanlega greind, aðeins hversu tilgangslaus kenning Gardners er. Hún bætir að engu vitneskju okkar um greindir.

 5. Kannski líka rétt að taka það fram að ég er ekki að deila á uppeldis- og kennslufræði í þessum pistli, þótt hægt sé að skilja það svo. Setninguna á að skilja þannig að menntaðir kennarar séu ekkert autoritet á það hver framtíð nemenda sinna skuli verða.
  Sú athugasemd hefur einnig borist mér til eyrna að hvergi standi til að taka upp kenningu Gardners í þeim tilgangi sem ég lýsti hér ofar. Verður það því að liggja milli hluta, hafi ég ekki nógu skýrt látið það liggja milli hluta í fyrstu athugasemd við þessa færslu.

 6. hildigunnur skrifar:

  þetta með greind og hæfileika, hvað er þessi venjulega IQ greind nema hæfileiki til að hugsa skýrt og rökfast?
  Mér finnst fínt að vinna út frá þessari kenningu til dæmis á leikskólum en auðvitað væri fáránlegt að stimpla börnin hæf á einhverju sviði og kenna þeim bara eitthvað tengt því.

 7. Gardner reyndi að endurskilgreina greind sem hæfileikinn til að inna eitthvað afmarkað verk af hendi. Þannig hefði það hentað kenningunni, en hann neyddist til að draga það til baka eftir að bent var á að þá teldust býflugur vera greindar.
  Sjálfur er ég sammála því að fólk sé misjafnt og hafi mismunandi þarfir (nema hvað?). Mér finnst ótrúlegt að þurft hafi meingallaða, óviðurkennda kenningu af vísindasamfélaginu, til að gjörbylta hugsunarhætti fólks í mennta- og uppeldismálum. Það nær ekki nokkurri átt finnst mér. Auðvitað liggja hæfileikar okkar í hinum ýmsu sviðum. Greind er aftur á móti vafasamt hugtak að mínu mati til að skella á allt sem við getum eða höfum áhuga á.

 8. hildigunnur skrifar:

  jú, en hér áður fyrr var bara einblínt allt of mikið á þessa einu tegund hæfileika, ef þú varst ekki með hátt IQ skor varstu bara tossi og áttir ekki séns. Ef Gardner hefur með sínum (meingölluðu) kenningum breytt þessu að einhverju leyti tek ég bara ofan fyrir honum.

 9. Já, það er rétt hjá þér. Ég segi bara að mér finnst furðulegt hvað þarf til að fá fólk til að breyta hugsunarhætti sínum. Svo getur þróunin jafn hæglega gengið til baka. Það eru alltaf tískumálefnin sem ráða ríkjum hverju sinni.

Lokað er á athugasemdir.