Svefnleysi

Mér kom ekki dúr á auga í fyrrinótt, svaf örstutt núna í nótt. Skil ekki hvers vegna ég þjáist af þessum svefnörðugleikum. Sér í lagi í gær þegar ég var alls ósofinn, og það eftir ellefu tíma vinnudag, að mér tókst ekki að sofna. Ég lá í rúminu frá klukkan níu í gærkvöldi en sofnaði ekki fyrr en í fyrsta lagi upp úr klukkan þrjú. Vaknaði svo klukkan sjö. Safnið til klukkan fimm. Sem betur fer fæ ég að sofa lengur á morgun – ef ég þá sofna, sem er aldrei að vita.