Þröngsýni

Ég hef verið að velta fyrir mér orðinu þröngsýni, þ.e.a.s. hvenær er gott að nota það, og komist að því að merking þess er of víð. Manneskja getur verið þröngsýn vegna fordóma sinna en æ oftar finnst mér ég heyra talað um að tiltekinn skóli innan ýmissa fræðigreina hafi of þröng sjónarmið, að fræðimenn vissra fræðilegra sjónarmiða séu þröngsýnir. Þetta hefur vakið mig aðeins til umhugsunar, því á þessu tvennu er munur. Annarsvegar höfum við manneskju sem er þröngsýn vegna fordóma sinna, hinsvegar höfum við heilt sett af manneskjum sem eru þröngsýnar, vegna þess að eftir áralangar rannsóknir, tilraunir og samanburðartilraunir og -rannsóknir, hafa allar niðurstöður þeirra hnigið að einum punkti. Veltið þessu fyrir ykkur eitt andartak.

2 thoughts on “Þröngsýni”

  1. Tja, hmmm. Ef manneskjan hefur virkilega gert neutral rannsók, er kannski ekki hægt a segja að hún hafi farið a priori-leiðina. En ef hún keppist við að túlka allt miðað við fyrir fram gefnar skoðanir eða sýn, væri það kannski fremur í þá áttina.

  2. Menn rannsaka alltaf útfrá ákveðnum forsendum. Svo geta niðurstöður fallið beggja vegna við sett mark. Menn geta svosum hagað rannsóknum sínum þannig að niðurstöður gefi upp fyrirframgefnar niðurstöður, en til allrar lukku er slíkt sjaldgæft, og alls ekki það sem ég miða við í þessari færslu.

Lokað er á athugasemdir.