Svona löguðu velti ég fyrir mér

Minnkar nýtni kaffis í öfugu hlutfalli við hversu mikið af því er notað í senn? Dæmi: Fæ ég jafnbragðsterkt kaffi ef ég helli upp á sjö bolla í sömu hlutföllum (ein skeið á bolla) og ef ég helli upp á þrjá, eða virkar hér sama lögmál eins og um minnkandi afrakstur, að þeim mun meira sem þú skóflar í kaffisíuna því þynnra verður kaffið? Ég gæti trúað því, vegna þess að vatnsmagnið er hlutfallslega það sama, en þeim mun þykkara sem kaffilagið er, þá er ekki víst að vatnsgufan komist alstaðar jafnvel að því. Hvað sem því líður er þetta hryllilega vafamál tilefni til ítarlegra rannsókna. Mitt kaffi skal vera gott kaffi.

Samar og lappar

Ætli þessi hafi ekki haft Sama á milli lappa eins og við hinir? Eða með orðum Þórunnar Ólafsdóttur: Ef þú ferð heim með Sama og nærð honum ekki upp, þá stendur þér ekki á Sama.

Í nótt dreymdi mig að ég hefði farið til Grænlands og haft bílinn með. Móður minni fannst það ekki eins góð hugmynd og mér, sérstaklega ekki þegar ég hafði upplýst hana um tengiflugið til Bandaríkjanna sem ætti eftir að villast af leið og enda einhversstaðar í Afríku (ég vissi hvernig allt færi því ég hafði lesið teiknimyndasöguna áður!).