Svona löguðu velti ég fyrir mér

Minnkar nýtni kaffis í öfugu hlutfalli við hversu mikið af því er notað í senn? Dæmi: Fæ ég jafnbragðsterkt kaffi ef ég helli upp á sjö bolla í sömu hlutföllum (ein skeið á bolla) og ef ég helli upp á þrjá, eða virkar hér sama lögmál eins og um minnkandi afrakstur, að þeim mun meira sem þú skóflar í kaffisíuna því þynnra verður kaffið? Ég gæti trúað því, vegna þess að vatnsmagnið er hlutfallslega það sama, en þeim mun þykkara sem kaffilagið er, þá er ekki víst að vatnsgufan komist alstaðar jafnvel að því. Hvað sem því líður er þetta hryllilega vafamál tilefni til ítarlegra rannsókna. Mitt kaffi skal vera gott kaffi.

6 thoughts on “Svona löguðu velti ég fyrir mér”

  1. Ég ætlaði að mæta í skólann í dag … ég ætlaði líka að mæta í skólann í gær, var glaðvakandi á hárréttum tíma og allt. Ég bara veit ekki hvað gerðist næst.

  2. Það er komin kaffikanna í Óholt. Kaffigerðarfólkið er flest mikið kaffidrykkjufólk (það er ekki nýr aðili á hverjum degi að fikta við kaffikönnuna) og mér finnst kaffið bara nokkuð gott þar. Svo þú getur farið að mæta í skólan.

Lokað er á athugasemdir.