Það fer sem fer

Í dag lauk draumi sem ég hefði viljað að rættist. En þrátt fyrir að öll mín von, allar mínar hugsanir og væntingar síðastliðinna mánaða hafi verið bundnar þessu eina, er mikill léttir að vita þó altént hvernig málin standa.

Ég kenni engrar vanlíðan yfir þessu ennþá, það er best að hugsa sem minnst um hvernig maður hefði viljað að þetta yrði. Kannski best að hugsa sem minnst yfirhöfuð. Gyðjan lætur ekki að sér hæða, þið vitið hvaða gyðja. Ef við aðeins hefðum nokkurt vald yfir henni. Því miður erum við aðeins mannleg.

En ég er ansi hræddur um að ég hafi sungið minn fegursta söng hingaðtil, og sú manneskja sem getur skapað annað eins gegnum mig á allar þakkir skilið. Og fyrir allt annað. Pennann legg ég samt á hilluna um stundarsakir, meðan ég næ áttum, þartil ég hef jafnað mig á siðrofinu og fætur snerta jörðina enn á ný.

Betra að úr þessu leystist á fallegum degi.

2 thoughts on "Það fer sem fer"

  1. Silja skrifar:

    Elskan mín. Nú langar mig að knúsa þig. Ótrúlega fallegt ljóð!

  2. Takk. Ég er alltaf til í gott knús 🙂

Lokað er á athugasemdir.