As Time Goes By

Hef verið að hlusta þónokkuð á „As Time Goes By“ með Dooley Wilson (hann spilaði raunar ekki sjálfur á píanóið, heldur Elliot Carpenter, sjálfur var hann trommuleikari). Ætla mér samt ekki að vitna í hin frægu orð Ingrid Bergman. Það er ofnotuð og illa meðfarin tilvitnun. Þess í stað er hér önnur:

Ilsa: I wasn’t sure you were the same. Let’s see, the last time we met …
Rick: Was La Belle Aurore.
Ilsa: How nice, you remembered. But of course, that was the day the Germans marched into Paris.
Rick: Not an easy day to forget.
Ilsa: No.
Rick: I remember every detail. The Germans wore gray, you wore blue.

Ég veit ekki hvað það er nákvæmlega sem veldur, en Casablanca er einfaldlega besta mynd allra tíma að mínu mati, fullkomið ævintýri. Og hver segir að ævintýri geti ekki gerst lengur?

5 thoughts on “As Time Goes By”

  1. En mér fannst Casablanca ekki enda vel, og hið fullkomna ævintýri þarf að enda vel ekki satt?
    Nútímaævintýri eru til, þau enda bara sum hver illa.

  2. Jú, það er rétt, að því leytinu til er Casablanca ekki fullkomið ævintýri. Hún hefði samt áreiðanlega ekki höfðað svona sterkt til mín annars. Ég hef alltaf fundið mig í Rick vegna þess hvernig myndin endar. Veit samt ekki hvort ég hefði getað verið jafn fórnfús.

Lokað er á athugasemdir.