Mánudagar til …

Fréttablaðinu láðist að geta þess hvern Guðrún leiðir í Kópavoginum. Þvílíkt ábyrgðarleysi.

Stundum kemur það fyrir að ég tali við menn sem telja minnihlutann í órétti vegna þess einfaldlega að hann er í minnihluta. Í minni bók skulu allir sitja að sama borði hvort sem þeir eru í minnihluta eður ei. Það er samt fólk. Svona er ég nú róttækur.

Annars virðist þetta ætla að verða einn af þessum dögum. Þessum dögum sem eru fullkomlega hræðilegir án ástæðu, þrátt fyrir fallegt veðurfar. Lundin hefur verið í síðra lagi. Þessir fimm kaffibollar á Café Milano og svo hinn sem ég fékk í Vogaturninum gerðu samt sitt til að bæta daginn. Svo þarf ég að stússast í ýmsu. Spurning hvort mér takist að hafa mig í það, dagurinn verandi hræðilegur og allt það. Ég er samt að falla á tíma.