Fantur

Í ritgerðinni minni, í inngangsorðum mínum um frumkristni, segist ég ætla að hafna frásögnum Biblíunnar (Genesis) hvar sem áreiðanlegri heimildir stangast á við hana. Þvínæst vitna ég í Biblíuna máli mínu til stuðnings. Já, ég er fantur.

7 thoughts on “Fantur”

  1. Ég kannski útskýri þetta áður en einhver reiðist.
    Ég dreg þá ályktun, miðað við núríkjandi hugmyndir kristinna manna um þríeinan guð, að Adam og Eva hljóti að hafa verið kristin hafi þau á annað borð verið til, þar sem þau voru í beinu sambandi við guð og hljóta þ.a.l. að hafa trúað á hann. Ég ætla hinsvegar ekki að fylgja því eftir, vegna þess einfaldlega að hugtakið kristni verður ekki til fyrr en á fyrstu öld eftir Krist, eins og giftusamlega hefur verið skráð í Postulasögunni, fyrir utan auðvitað að það segir sig sjálft. Þar ætla ég að miða upphaf kristninnar og hafna þannig Genesis sem áreiðanlegum hluta af kristinni sögu.
    Þetta er ekki fullkomlega fáránleg nálgun vegna þess einfaldlega að uppi munu vera æði skiptar skoðanir á því meðal kristinna hvort Adam og Eva hafi verið kristin. Enn aðrir munu væntanlega segja að það skipti engu máli. Mér finnst þessi nálgun vera heiðarleg leið til einföldunar.

  2. Ekkert merkilegra en sagnfræðiritgerð á menntaskólastigi um valið efni. Ég ákvað að taka upphaf og þróun kristinnar kirkju, sé eftir því núna en sit uppi með það.

  3. Ertu búinn að eignast Clarence? Ég á eina auka handa þér sem þvælist fyrir mér. Ef þú sendir mér einhverja póstáritun skal ég senda hana til þín við tækifæri.

Lokað er á athugasemdir.