Meira af Sumarljósi

Þessi umsögn fangar betur en hin það sem ég upplifði gegnum lestur bókarinnar. Það er þessi tilfinning um eilífð, lífið var byrjað áður en bókin hefst og því er ekki lokið þótt bókin sé búin. Hann minnist líka á millikaflana, þeir eru mikilvægir, einmitt eins og hann orðar það, þorpssálin, það sem bindur bókina saman. Ekki einu orði minnst á rúnk. Samt vantar margt þarna inn í. Ég ætti kannski bara að byrja á fyrirlestrinum áður ég felli haminn.