Af fyrrverandi borgarstjóra

Mér brá talsvert í brún nú á dögunum þegar ég sá Þórólf Árnason spígspora um anddyri Laugardalslaugarinnar í einhverju því mesta hallærisúníformi sem ég hafði nokkru sinni séð. Svo fór fyrir borgarstjóranum, hugsaði ég, orðinn að sundlaugaverði. Já, hátt er fallið.
Í miðri þeirri hugsun hleypur Þórólfur út eins og það hangi einhver á köðlunum, ef væru nokkrir kaðlar á bílaplaninu, og hverfur saman við síðdegisrökkrið og rigninguna. Það var þá sem ég áttaði mig á því að hann er ekki sundlaugarvörður, heldur skokkari. Ekki grynnkaði mjög á samúðinni við þá uppgötvun.

5 thoughts on “Af fyrrverandi borgarstjóra”

  1. Þakkaðu bara fyrir að hann var ekki að fara að hjóla. Karlmenn í þröngum, glansandi hjólreiðabuxum með hjálma eru það hallærislegasta sem til er! 🙂

Lokað er á athugasemdir.