Stefán Jón og skipulagningarslys

Mér hefur verið tjáð að Stefán Jón Hafstein sé eini maðurinn með viti í Samfylkingunni í Reykjavík. Það eru til ýmsar skoðanir á því, mín verandi sú að sá maður sem fór einu sinni í viku í Ísland í dag til þess að drekka bjór, borða steik og láta Ingva Hrafn Jónsson taka sig í beinið í pólitískum „rökræðum“, hann geti varla talist með viti. Nema pólitískt sjálfsmorð í hverri viku sé skárra en enginn sjónvarpstími. En ég er enginn PR-gúrú.

Í nótt var ég svo upptekinn við að hugsa ýmislegt, þar á meðal að skipuleggja næsta dag, að ég hélt vöku fyrir sjálfum mér og sofnaði ekki fyrr en upp úr klukkan fimm í morgun. Dagurinn minn er því farinn til helvítis, en það er reynandi að gera eitthvað úr honum enn. Ýmislegt snatt sem átti að klárast í dag þarf að bíða betri tíma hinsvegar, vegna þess að ég sit nú fastur heima með yngra systkinið að leik einhvursstaðar úti (mikið var!) og bíllaus.