Sunnudagur á röngum degi

Það er jafnvel meiri sunnudagur í mér í dag en í gær. Það gerir veðrið. Í svona veðri eiga menn að fara í spásséristúr með kærustum sínum niður með tjörn, gefa öndum brauð og gleyma streði hversdagsamstursins, heimsækja jafnvel Listasafnið eða Eldsmiðjuna og taka gott rölt um Þingholtin í framhaldinu, hafna loks inni á kaffihúsi með tebolla og eiga veigalitlar vangaveltur um eðli lífsins. Já, það er gott að lifa í draumaheimi þegar maður á að vera að skrifa ritgerð.

Mér skilst annars að Garðar Thor Cortes sé kynþokkafyllsti maður Íslands. Það er tímaskekkja. Tíðarandinn hefur verið að velja ljótustu mennina. Var ekki Jón Sigurðsson Ædolwannabe í þriðja sæti í fyrra?