Hugmyndir

Hugmyndir fæðast og deyja á hverjum degi. Þokan sem hékk neðan úr ljósastaurunum í gær eins og ljósofin himnasæng færði mér eina góða á silfurfati, sem krefst þess að verða að smásögu. Hingað til hafa allar mínar hugmyndir eyðilagst við þá umbreytingu. Vona að raunin verði önnur í þetta skiptið.

Aðra hugmynd fékk ég rétt í því ég lagðist til svefns í gærkvöldi, sem hélt fyrir mér vöku það sem eftir lifði nætur. Þeirri hugmynd er erfitt að ýta úr vör, en möguleikarnir eru góðir. Best væri þó ef ég væri búinn að kortleggja skerin áður ég held út á umlykjandi brotsjó.

Báðar þessar hugmyndir eiga eitt sammerkt: Ég mun ekkert geta unnið að þeim næsta mánuðinn eða svo. Blööööh!

En heyrið mig, finnið þið vorið í loftinu? Fyrir utan leika sér litlir þrestir í vatnspolli í skugga trjánna undir drúpandi sól. Svo mikið er víst að lóan er úrelt eins og eimreiðin, breyttir tímar og allt það. En það er margt gott í uppsiglingu. Ég bara finn það.

2 thoughts on “Hugmyndir”

Lokað er á athugasemdir.