Súrrealmóment

Ég átti mjög áhrifaríkt samtal áðan. Ég svitnaði, þótt ég segi ekkert meira.

Það sem ég þarf núna er sturta, rakstur og blundur. Þegar ég vakna fæ ég mér piparmyntute með hunangi. Kannski verður það eins og endurfæðing.

Tilvitnun dagsins:

Fræ verður tré verður skógur grænn eins og teppi.
Egg verður fugl verða fuglar fylla loftið eins og ský.
Egg verður bumba verður maður verður mannkyn, smíðar bíla,
skrifar bækur, byggir hús, leggur teppi, ræktar skóg og málar
myndir af skýjum og fuglum.
Í upphafi hlaut allt að búa í egginu og fræinu.
Skógur. Fuglar. Mannkyn.
Mannseggið er ekki þungt en fyrsta eggið geymdi kjarna alls sem
seinna varð:
Ástina, gleðina, hatrið, harminn, listina, vísindin, vonina.
Í upphafi var ekkert nema fræ.
Allt óx af þessu fræi.

-Andri Snær Magnason, úr inngangi LoveStar.