Slitur úr daglega lífinu

Meðal síðustu verka minna í félagsstarfi skólans:
1. Að koma á mannsæmandi jafnréttisáætlun sem krefst þátttöku nemenda.
2. Að leggja fram lagabreytingatillögu á lögum skólafélagsins er snúa að listafélaginu. Það skal leggja mesta áherslu á listir.
3. Að leggja fram lagabreytingatillögu á lögum skólafélagsins er viðvíkja hverjir samþykkja lagabreytingatillögur. Það skal vera í höndum nemenda, ekki kjörinna fulltrúa þeirra.
4. Leggja það til að allar fundargerðir skólaráðs og skólanefndar, utan við trúnaðarupplýsingar sem þar kunna að koma fram um einstaka nemendur, verði gerðar opinberar hverjum þeim er lesa vill, sé það ekki nú þegar svo.

Annað kvöld fer ég á grímuball sem ég man ekki hvar verður haldið eða hver heldur. Ég hefi orðið mér úti um búninginn (eina grímu, hitt átti ég til). Án efa mun ég vekja nokkra athygli. Hvað annað grímubúningatengt varðar hef ég ákveðið að dimmitera borgaralega. Ég á einfaldlega ekki til tólfþúsund krónur fyrir grímubúningi og neita að slá lán fyrir slíkum. Það sem ég annars gæti gert við tólfþúsund krónur ef ætti ég þær til.

Í dag verður svo haldið áfram með ritgerðina sem hefur verið að gera mig gráhærðan síðasta mánuðinn. Næ kannski að klára hana yfir helgi. Á sunnudaginn er svo spennandi fundur og ferð á Túskildingsóperuna strax í kjölfarið. Það vantar ekki aktivítetin.

9 thoughts on "Slitur úr daglega lífinu"

 1. Konráð skrifar:

  Muntu verða vampíra?

 2. Ásgeir skrifar:

  Góðar tillögur, og að eyða ekki 12þúsund í grímubúning er náttúrulega steitmennt út af fyrir sig. Undarleg þessi hóphugsun sem fær alla til að líta á það sem sjálfsagðan hlut.

 3. Bara lifi lýðræðið, og nískan.

 4. Björn skrifar:

  Flónið þitt, Warren er dauður!

 5. Hjördís Alda skrifar:

  Arngrímur, hvernig er þessi grein laga SMS ekki í samræmi við það að listafélagið eigi að leggja áherslu á listir?
  9.1. Listafélag skal skipuleggja og halda uppi listrænum hugsjónum meðlima SMS.
  Svo eru hér nokkur brot úr lögunum:
  24.13. Skólafélagsfundur getur einvörðungu gert breytingar á Lögum SMS sitji hann minnst 50% meðlima SMS og 2/3 greiddra atkvæða styðji breytingartillöguna.

  31.1. Málþing SMS skal haldið fyrstu helgina í október.
  31.2. Á Málþing SMS skulu mæta, Miðhópur, allir nefndarmenn SMS, tenglar SMS og formenn sviða.
  (kjörnir fulltrúar, það er satt, en mjög stór hópur sem endurspeglar hug alls skólans þar sem fulltrúi frá hverjum bekk situr málþingið).

  31.3. Málþing SMS hefur lagasetningarvald ef aukinn meirihluti fundarmanna samþykkir tillöguna, kynna skal meðlimum SMS um lagabreytingarnar innan 5 kennsludaga.
  Það er svo annað mál hvort þessum lögum sé nægilega vel framfylgt og er það mál sem þyrfti að athuga. Ég sé ekki sömu þörf og þú á því að gera allar þessar lagabreytingar.

 6. Ég vil fá greininni breytt í „Hlutverk listafélagsins er að skipuleggja og halda uppi listrænum hugsjónum meðlima SMS“. Öllum undirgreinum vil ég breyta í „Listafélagið skal ennfremur …“
  Nei, það er rétt, það er kannski ekki þörf á þessu öllu. En hvernig er það, þarf svo ekki 50% meðlima SMS að samþykkja allar lagabreytingar? Í raun finnst mér mikilvægasta lagabreytingin vera sú er viðvíkur listafélaginu, vegna þess hún endurskilgreinir listafélagið sem félag hvers megintilgangur eru listirnir, en allar hinar skyldurnar verða að aukaatriði.

 7. Hjördís Alda skrifar:

  Satt hjá þér, það ætti að vera svona. En kannski óþarfa umstang að hafa fyrir þessum lagabreytingum núna ef það verður erfitt að boða til nógu fjölmenns fundar. Sjáum til. Annars geturu að sjálfsögðu lagt tillöguna fyrir nýjan miðhóp (Arnar, Tóta, Elísabet) og þau lagað þetta á næsta málþingi. Kemur í ljós.
  En já.. Túskildingsóperan er góð. Góða skemmtun á henni!

Lokað er á athugasemdir.